*

Hitt og þetta 15. febrúar 2006

Tölvupóstur fyrirtækja hjá Google

Fyrirtæki geta nú flutt töluvpóstinn yfir til Google og þar með geta þau losnað við umstangið og kostnaðinn af því að reka eigin póstþjón, segir í frétt norska Netmiðilsins Digi.

Tilraunir með þesssa nýja þjónustu hjá Google hófust í síðustu viku, en Gmail For Your Domain er sniðin að þörfum minni fyrirtækja. Hver notandi fær 2 GB geymslupláss fyrir tölvupóstinn. Microsoft hyggst einnig bjóða slíka þjónustu, Windows Live Cumstom Domains.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.