
Tvítugur Bandaríkjamaður, sem tók 400 þúsund tölvur í gíslingu og notaði til að dreifa ruslpósti í miklum mæli, gæti hlotið allt að 50 ára fangelsisdóm. Maðurinn, Jeanson James Ancheta, var handtekinn i Los Angeles. Hann bjó til forrit að því er lögregluyfirvöld segja sem hann sýkti tölvurnar með og fjarstýrði þeim síðan yfir Netið - oft án vitneskju eigendanna.
Ennfremur reyndi hann með margvíslegum hætti að græða á "botnetinu" eins og þetta fyrirbæri er nefnt á ensku. Meðal tölva sem maðurinn hertók voru tölvur vopnadeildar sjóhersins bandaríska.
Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.