*

Tölvur & tækni 1. mars 2013

Tölvurnar frá Samsung eru áreiðanlegastar

Tölvur frá Samsung, Asus og Lenovo raða sér í þrjú efstu sætin í áreiðanleikakönnun Rescucom.

Samsung tölvur eru áreiðanlegustu tölvur á markaðnum í dag og bila minnst. Þetta kemur fram í áreiðanleikakönnun tölvuviðhaldsfyrirtækisins Rescuecom sem birt var á dögunum.  Samsung fékk 648 stig í könnuninni, Asus var í öðru sæti með 332 stig og Lenovo/IBM í því þriðja með 228 stig. HP varð síðan í fjórða sætinu með 124 stig, Toshiba varð í fimmta sæti með 118 stig og Apple í því sjötta með 76 stig. Í könnuninni kemur m.a. fram að aðeins 0,7% Samsung tölva í Bandaríkjunum þurfti að þjónusta vegna bilana. 

,,Áreiðanleiki Samsung tölva var áberandi mikill í byrjun árs 2012 og hefur haldið sér nú í ársbyrjun 2013. Samsung hefur nánast tvöfalt fleiri áreiðanleikastig en næsti keppinautur Asus,“ segir  David Mills, forstjóri Rescuecom. Áreiðanleikakönnun fyrirtækisins er talin ein sú marktækasta og þekktasta í tækniheiminum. Fyrirtækið skilgreinir nákvæmlega og á hlutlausan hátt áreiðanleika tölva og og þjónustu framleiðenda þeirra.

Samsung-setrið finnur fyrir þessu

„Samsung hefur verið í mikilli sókn og þessar niðurstöður eru í takt við það sem við höfum verið að finna á markaðnum hér heima,“ segir Ingi Björn Ágústsson, rekstrarstjóri hjá Samsung setrinu.

Listi yfir áreiðanlegustu tölvurnar og stigin í áreiðanleikakönnun Rescuecom.

  1. Samsung (648)
  2. Asus (332)
  3. Lenovo/IBM (228)
  4. HP (124)
  5. Toshiba (118)
  6. Apple (76)
  7. Dell (60)
  8. Sony (54)
  9. Acer (28)

Stikkorð: Samsung