*

Hitt og þetta 5. júlí 2005

Tölvuveirum fjölgar um 60% milli ára

Á fyrri hluta þessa árs hefur tölvuveirum fjölgað um 59% borið saman við fyrstu sex mánuðina í fyrra. Átta þúsund nýjar veirur hafa fundist og samkvæmt nýrri skýrslu sérfræðinga hjá Sophos veiruvarnafyrirtækinu verða höfundar slíkra veira sífellt illskeyttari. Fullkomnunin í veirugerð er orðin slík að þeir geta búið til veirur sem dreifa sér um Netið á fáeinum mínútum, segir í skýrslunni. Tíminn frá því veira er send út á Netið í fyrsta sinn uns sýkingin er orðið víðtæk verður sífellt skemmri, segir þar ennfremur.

Nú eru að mati Sophos 50% líkur á því að óvarin Nettengd tölva sýkist á innan við tólf mínútum.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is