*

Hitt og þetta 17. mars 2005

Tölvuveirur valda veikindum

Ný rannsókn leiðir í ljós að veiruárásir á tölvukerfi eru ein helsta ástæða fyrir streitu hjá yfirmönnum upplýsingatæknimála hjá fyrirtækjum. Breskir vísindamenn hafa kannað hvernig yfirmenn upplýsingatæknimála hjá evrópskum fyrirtækjum takast á við sífellt meiri ógnanir vegna tölvuveira og annarra vandamála sem tengjast öryggismálum. Alls sögðu 72% aðspurðra að þeir ættu á hættu að verða reknir ef fyrirtækið yrði fyrir skaða af völdum veiru.

Fimmtungur taldi að það verkefni að afstýra því að veira valdi usla kalli á meiri streitu en skilnaður hjóna. Fram kemur í frétt ComOn að tölvuveirum hafi fjölgað gífurlega síðastliðið hálft annað ár.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.