*

Sport & peningar 20. mars 2020

Tom Brady fer til Tampa

Besti leikstjórnandi sögunnar í amerískum fótbolta mun gagna til liðs við Tampa Bay Buccaneers.

Leikstjórnandinn Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL deildarinnar frá upphafi hefur skrifað undir samning við Tampa Bay Buccaneers um að leika með liðinu á næstu leiktíð. 

Um söguleg félagsskipti er að ræða en með þeim líkur sögulegum kafla Brady og New England Patriots þar sem hann hefur leikið frá árinu 2000 þegar hann var valinn númer 199 í nýliðavalinu. Á ferli sínum hjá Patriots sigraði Brady Ofurskálina (Super Bowl) sex sinnum og hefur hann fjórum sinnu verið valin verðmætasti leikmaður deildarinnar. 

Brady tilkynnti á þriðjudag að hann myndi kveðja New England Patriots eftir 20 ár en samningur hans við liðið var runnin út. Við það urðu sögusagnir um að Tampa yrði hans næsti áfangastaður enn háværari þrátt fyrir að hann sé orðin 42 ára gamall. 

Vistaskipti Brady er þó ekki einu stórtíðindin úr NFL deildinni. Í gær greindi lið LA Rams frá því að það hefði lostað losað hlauparann (e. running back) Todd Gurley undan samningi. Hann var launahæsti hlaupari deildarinnar en náði sér ekki á strik á síðasta tímabili, meðal annars vegna meiðsla. Í morgun greindi Atlanta Falcons svo frá því að Gurley hefði skrifað undir samning við liðið.