*

Menning & listir 24. júní 2014

Tom Cruise verður hugsanlega i Star Wars

Framleiðendur Star Wars ræða við Tom Cruise um hugsanlega aðkomu hans að mynd númer sjö.

Stórleikarinn Tom Cruise er sagður eiga í viðræðum við framleiðendur Star Wars um að leika í Star Wars Episode VII sem verið er að mynda í Bretlandi. Heimildarmaður breska æsifréttablaðsins The Sun segir að Cruise hafi verið í Lundúnum í heila viku til þess að ræða við framleiðendur myndarinnar. 

Harrison Ford varð fyrir slysi í myndatökum sem varð til þess að fresta þurfti tökum á myndinni. Í millitíðinni hefur handritshöfundum gefist tími til þess að skrifa hlutverk fyrir Tom Cruise. 

Um skeið var óljóst hvort Ford myndi taka þátt í myndinni vegna slyssins, en læknar hans hafa ráðlagt honum að taka því rólega. Ford hefur hins vegar ákveðið að halda ótrauður áfram. 

Stikkorð: Star Wars