*

Menning & listir 19. ágúst 2016

Tónaflóð Menningarnætur

Vinsælustu hljómsveitir landsins stíga á stokk á Tónaflóði Rásar 2 annað kvöld á Arnarhóli.

Eydís Eyland

Tónaflóð eru stórtónleikar Rásar 2 í samstarfi við Höfuðborgarstofu, Vodafone, Egils Appelsín og Hljóð-X sem haldnir eru ár hvert á Arnarhóli á Menningarnótt.

Dagskráin er eftirfarandi:

20.00 – GLOWIE
20.30 – ÚLFUR ÚLFUR v.s EMMSJÉ GAUTI
21.15 – BUBBI
22.00 – LJÓSVÍKINGAR AÐ VESTAN

Flateyringurinn, tónlistarmaðurinn og fjallabróðir, Halldór Gunnar Pálsson, mun stýra lokaatriði Tónaflóðs sem verður tileinkað Ísafjarðarbæ sem er gestasveitafélag Menningarnætur í ár. Boðið verður boðið upp á stórt og mikið lokaatriði þar sem Ísfirðingar og tónlist þeirra verður í öndvegi, en Ísafjarðarbær fagnar 150 ára afmæli í ár, RÚV er 50 ára og Reykjavík 230 ára.