*

Hitt og þetta 19. júní 2013

Tónlist róar þá flughræddu

Samkvæmt nýjustu rannsóknum róar tónlist kvíða, hægir á hjartslætti og þykir hið besta meðal við flughræðslu.

Vísindamenn hafa fundið leið til að róa flughrætt fólk. Einhverjir gætu hugsað hvers vegna það sé nauðsynlegt að skipta sér af fólki sem svo fullkomlega og eðlilega óttast að brotlenda í hvert skipti sem það stígur um borð í flugvél. Enda er oft erfitt fyrir fólk sem er flughrætt að hugsa sér eitthvað sem gæti mögulegast róað það niður þegar vélin hoppar í húrrandi ókyrrð í 30 þúsund feta hæð á 800 kílómetra hraða.

En nú er komið svar við þessu öllu: Tónlist. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru sýndu að ákveðin lög geta róað og sefað kvíðið fólk um borð í flugvél.

Becky Spelman, sálfræðingur sem sérhæfir sig í kvíða, fann út að taktur í lagi sem slær fá slög á mínútu getur hægt á hjartslætti og minnkað kvíða.

Kvíði sem hellist yfir fólk á ferðalögum er oft ýktur, órökréttur og óviðeigandi að sögn Becky. Tónlist sem örvar rökréttu- og tilfinningastöðvar heilans getur látið manneskju líða betur sem er kvíðin og hjálpar henni um leið að hugsa rökrétt og um leið minnkar kvíðinn.

Og þá að lögunum en vísindamennirnir gáfu út playlista með lögum sem þykja vinna best á flughræðslu:

  • Someone Like You - Adele
  • Orinoco Flow (Sail Away) - Enya
  • Piano on The Beach - Liborio Conti
  • Piano Concerto No 21 in C major ("Elvira Madigan") K. 467 - Mozart Wolfgang Amadeus
  • Better Together - Jack Johnson
  • Pure Shores - All Saints
  • Buffalo Soldier - Bob Marley 

Sjá nánar á Stuff.co.nz

 

Stikkorð: Flughræðsla  • Örvænting  • Kvíði  • Tryllingur