*

Sport & peningar 23. júní 2013

Topp tíu launahæstu leikmennirnir í NBA

Meiri munur á launum þeirra sem eru í öðru og þriðja sæti en þeim sem eru í þriðja og tíunda sæti á lista launahæstu manna í NBA.

Tímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir launahæstu leikmenn NBA deildarinnar. Á topp tíu listanum eru tveir leikmenn sem tróna yfir aðra, þeir Kobe Bryant og LeBron James. Kobe er samtals með 59,8 milljónir dollara, jafnvirði um 11,3 milljarða íslenskra króna á ári. Launatekjur Kobe fyrir að spila með LA Lakers eru 27,8 milljónir dollara en hann fær einnig 30 milljónir dollara á ári með auglýsingasamningum á borð við skósamning við við Nike. Hér að neðan má sjá tíu launahæstu leikmennina í NBA samkvæmt lista Forbes.

1. Kobe Bryant (LA Lakers). Heildartekjur: 59,8 milljónir. Tekjur á velli: 27,8 milljónir. Tekjur utan vallar: 32 milljónir.

2. LeBron James (Miami Heat).Heildartekjur: 57,6 milljónir. Tekjur á velli: 17,6 milljónir. Tekjur utan vallar: 40 milljónir.

3. Derek Rose (Chicago Bulls). Heildartekjur: 32,4 milljónir. Tekjur á velli: 16,4 milljónir. Tekjur utan vallar: 16 milljónir.

4. Dwyane Wade (Miami Heat) . Heildartekjur: 30,2 milljónir. Tekjur á velli: 17,2 milljónir. Tekjur utan vallar: 13 milljónir.

5. Kevin Durant (Oklahoma City).Heildartekjur: 29,7 milljónir. Tekjur á velli: 16,7 milljónir. Tekjur utan vallar: 13 milljónir.

6. Carmelo Anthony (New York Knicks). Heildartekjur: 28,4 milljónir. Tekjur á velli: 19,4 milljónir. Tekjur utan vallar: 9 milljónir.

7. Amar´e Stoudemire (New York Knicks). Heildartekjur: 27,9 milljónir. Tekjur á velli: 19,9 milljónir. Tekjur utan vallar: 8 milljónir.

8. Dwight Howard (LA LAkers). Heildartekjur: 26,5 milljónir. Tekjur á velli: 19,5 milljónir. Tekjur utan vallar: 7 milljónir.

9. Chris Paul (LA Clippers). Heildartekjur: 24,8 milljónir. Tekjur á velli: 17,8 milljónir. Tekjur utan vallar: 7 milljónir.

10. Pau Gasol (LA Lakers). Heildartekjur: 21,5 milljónir. Tekjur á velli: 19 milljónir. Tekjur utan vallar: 2,5 milljónir.

Stikkorð: NBA