*

Tölvur & tækni 2. október 2015

Á toppnum á Google

Vefhönnuður segir brýnt að þeir sem hyggist setja nýja vefsíðu í loftið átti sig á mikilvægi þess að síðan birtist eins ofarlega á Google og mögulegt er.

Trausti Hafliðason

Kristín Guðmundsdóttir vefhönnuður heldur út vefsíðunni kristingudmunds.is, þar sem hún fjallar um ýmislegt sem viðkemur vefhönnun, meðal annars leitarvélabestun. Kristín er menntaður margmiðlunarhönnuður og býr sem stendur í Kaupmannahöfn þar sem hún vinnur sjálfstætt að ýmsum verkefnum.

Google notar reiknirit (e. algorithm) til að púsla saman leitarorðum og vefsíðum. Þegar þú skrifar orð  í leitargluggann þá reynir þetta reiknirit að meta hvaða síðum þú ert að leita að og færir þér niðurstöður í samræmi við það

„Leitarvélar eins og Goggle skanna allt sem kemur á vefinn nema þú heimilir þeim ekki að gera það," segir Kristín í samtali við Viðskiptablaðið.  „Það er gríðarlega mikilvægt að vefsíðan þín birtist eins ofarlega og mögulegt er. Fólk er óþolinmótt og líklegast er að aðeins sé smellt á þrjár efstu niðurstöðurnar og ef það smellir á þína síðu en finnur ekki strax það sem það er að leita að þá er það farið. Ég hef heyrt talað um þrjár sekúndur í þessum efnum.

Leitarvélabestun snýst um að framkvæma aðgerðir, sem verða til þes að vefsíðan þín birtist eins ofarlega og hægt er á Google og öðrum leitarvélum. Það er ótrúlega margt sem þarf að gera til þess að þetta takist vel. Í fyrsta lagi þá þarf fólk að vera meðvitað um mikilvægi þess að vefsíðan sé sem sýnilegust og gera leitarorðagreiningu."

Nánar er fjallað um málið sérblaðinu Tækni sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.