*

Bílar 28. nóvember 2014

Touareg fær andlitslyftingu

Búið er að kynna nýja Plug-In-Hybrid útgáfu af Volkswagen Touareg.

Volkswagen Touareg jeppinn var kynntur með breyttu útliti á bílasýningunni í Los Angeles. Þar vakti ný Plug-In-Hybrid útgáfa jeppans mesta athygli en sú er mjög öflug með 380 hestafla V6 bensínvél og hefur einnig öfluga rafmótora.

Vélbúnaður er hinn sami ef undan er skilin Plug-In-Hybrid útfærslan. Þriggja lítra dísilvélin er 240 hestöfl og 3,6 lítra bensínvélin skilar 280 hestöflum, en langöflugastur er tvinnbíllinn með sín 380 hestöfl. Þessi nýi Touareg fer á markað í byrjun þessa árs.