*

Bílar 7. september 2016

Toyota enn á toppnum

Bílasala hefur aukist um 38% milli ára fyrstu sjö mánuði ársins en mest aukning er hjá Hyundai.

Toyota er mest seldi bíllinn það sem af er ári. Það eru engin tíðindi, enda hafa bílar japanska bílaframleiðandans verið mest seldir á Íslandi í 27 ár í röð.

Hlutdeildin aukist mest hjá Hyundai

Hástökkvarinn það sem af er ári er Hyundai, sem hefur aukið markaðshlutdeild sína frá síðasta ári úr 6% í 8,3%. Mest söluaukning hefur verið hjá Ssangyong eða um 678,9%. Tesla er með mestu söluminnkun, aðeins selt einn bíl það sem af er ári í stað 11. Samdrátturinn er því 90,9%.

Benz mest seldi lúxusbílinn

Mercedes-Benz er mest seldi lúxusbíllinn í ár með 281 seldan bíl og 26% aukningu milli ára. Volvo er í öðru sæti með 217 selda bíla eða 76% aukningu. Land Rover er í þriðja sæti með 213 selda bíla og 102,9% aukningu.

Nánar má lesa um efnið í Bílar, fylgiblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.