
Toyota hefur tekið yfir sem stærsti bílaframleiðandi í heimi en fyrirtækið seldi um 2,49 milljónir bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins. Toyota var stærsti bílaframleiðandinn á árunum 2008 til 2010 þar til General Motors náði yfirhöndinni. GM seldi um 2,28 milljónir bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins á meðan Volkswagen seldi um 2,16 milljónir.
toyota lenti í vandræðum á árunum 2008 til 2010 m.a. vegna jarðskjálftanna í Japan og margra tilfella þar sem endurkalla þurfti bíla fyrirtækisins. Ný módel, á borð við Prius og Camry eru talin skýra stóran hluta af endurkomu fyrirtækisins.