
Japanski bílaframleiðandinn Toyota kynnti til sögunnar í dag framtíðarbíl, Toyota Fun-Vii, sem sagður er líkjast fremur snjallsíma en ökutæki.
Ökumenn bílsins geta tengst bæði umboðsaðilum og öðrum Toyota-eigendum með því að snerta þartilgerðan skjá á bílnum.
Ako Toyoda, forseti fyrirtækisins, sagði við kynningu á bílnum ekki liggja fyrir hvenær hann kemur á markað. Bíllinn á sýningunni sé aðeins um dæmi um það hvernig bílar framtíðarinnar geti litið út.