*

Bílar 21. janúar 2017

Toyota sem vekur athygli

Nýr Toyota C-HR var frumsýndur á dögunum hér á landi. Þetta er glænýr bíll úr smiðju japanska bílaframleiðandans.

Toyota C-HR var reynsluekið nýverið í Madríd og nágrenni og þar gafst bílablaðamanni Viðskiptablaðsins kostur á að prófa bílinn að prófa bílinn í tvo daga. C-HR er skilgreindur sem crossover og stendur svolítið mitt á milli þess að vera fólksbíll og sportjeppi. Sumir myndu kalla hann nettan sportjeppa svipað og Mercedes-Benz GLA sem dæmi en það er svolítið smekkur hvers og eins.

C-HR var fryst kynntur til sögunnar sem hugmyndabíll á bílasýningunni í París 2015 og aftur í Frankfurt ári síðar. Hann vakti þar mikla athygli og segja má að beðið hafi verið eftir komu hans með talsverðri eftirvæntingu. Hér á landi komu allmargar pantanir í bílinn áður en hann kom til landsins. C-HR var síðan frumsýndur með viðhöfn á Hilton Nordica á dögunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Bílar  • Toyota