*

Bílar 23. janúar 2014

Toyota stærstir í fyrra

Toyota áætlar að selja 10 milljónir bíla í ár. Toyota var mest seldi bíllinn í fyrra.

Toyota var stærsti bílaframleiðandinn í fyrra. Toyota seldi 9,98 milljónir bíla i fyrra, General Motors seldi 9,71 milljón og Volkswagen seldi 9,5 milljónir. 

General var á árum áður stærsti bílaframleiðandinn en Toyota náði forskotinu árið 2008. Árið 2011 missti Toyota svo forystusæti eftir flóðbylgju í Japan en tók svo aftur forystuna árið 2012. 

Áætlanir Toyota gera ráð fyrir að framleiddir verða yfir 10 milljónir bíla í ár. 

Stikkorð: Toyota