*

Ferðalög 16. október 2013

TripAdvisor gefur út topp tíu lista yfir bestu hótelin

TripAdvisor hefur nú birt lista yfir bestu nýju hótelin í Evrópu og bestu hótel í heimi. Tvö hótel komast á báða listana.

TripAdvisor hefur gefið út mjög gagnlegan lista fyrir hótelunnendur en þar má finna tíu bestu nýju hótelin í Evrópu og bestu hótelin í heiminum, að mati TripAdvisor. 

Kempinski Hotel Cathedral Square, í Vilnius, Litháen hefur verið valið besta nýja hótelið í Evrópu af Tripadvisor. Hótelið hafnar í fimmta sæti yfir bestu hótel í heimi.  

The Ampersand Hotel í Kensington hverfinu í London lenti í öðru sæti á listanum yfir bestu nýju hótelin í Evrópu og í áttunda sæti yfir bestu hótel í heimi. 

Valið á hótelunum fer eftir umsögnum ferðamanna. Alla greinina má sjá hér á The Telegraph

Bestu nýju hótelin í Evrópu að mati TripAdvisor: 

 1. Kempinski Hotel Cathedral Square, Vilnius, Litháen.
 2. The Ampersand Hotel, London, Bretland.
 3. Das Stue, Berlin, Þýskaland.
 4. InterContinental London Westminster, London, Bretland. 
 5. The Ritz-Carlton í Vín, Austurríki.
 6. Metropol Palace, A Luxury Collection Hotel, Belgrad, Serbía. 
 7. Cafe Royal, London, Bretland. 
 8. Myriad by SANA Hotels, Lisbon, Portúgal. 
 9. LaGare Hotel Venezia, Murano, Ítalía.
 10. Andaz Amsterdam Prinsengracht, Amsterdam, Holland. 

Bestu hótel í heimi að mati TripAdvisor:

 1. Hotel Casa San Agustin, Cartagena, Kólumbía.
 2. Kura Design Villas Uvita, Uvita, Kosta Ríka. 
 3. Taj Palace Marrakech, Marrakech, Marokkó.
 4. 21c Museum Hotel Bentonville, Bentonville, Arkansas, Bandaríkin. 
 5. Kempinski Hotel Cathedral Square, Vilnius, Litháen. 
 6. Mandarin Oriental Pudong, Sjanghæ, Kína.
 7. Refinery Hotel, New York City, Bandaríkin.
 8. The Ampersand Hotel, London, Bretland.
 9. Four Seasons Hotel Baku, Baku, Aserbaidjan. 
 10. Zero George Street, Charleston, Suður-Karólína, Bandaríkin. 
Stikkorð: Gaman  • Lúxushótel