*

Ferðalög 30. ágúst 2017

TripAdvisor og kynnisferðir í samstarf

Stærsti ferðamiðill í heimi, vefsíðan TripAdvisor, og íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Reykjavik Excursions kynntu í síðustu viku einstakt samstarfsverkefni fyrirtækjanna.

Verkefnið felst í því að fyrirtækin hafa sett saman vandaða norðurljósaferð sem fengið hefur nafnið, Unleash Iceland, og happdrætti (e. Sweepstake) þar sem mögulegt er að vinna einstaka ævintýraferð til Íslands. Markmiðið að kynna Ísland sem gæða áfangastað í ferðaþjónustu. Undirbúningur að verkefninu hefur staðið í tæpt ár. 

Unleash Iceland ferðin hefst í Reykjavík en þaðan liggur leiðin uppá Hellisheiði í hellaskoðun í Raufarhólshelli en nýlega var hellirinn opnaður á nú eftir miklar framkvæmdir í endurbótum í aðkomu og aðgengi að hellinum. Þaðan er ekið í Skyrgerðina í Hveragerði en hún var einnig opnuð ný og endurbætt í sumar. Þar fræðast gestirnir um skyrframleiðslu, þá fornfrægu matarhefð okkar Íslendinga. Þar fá gestirnir einnig sérstakan TripAdvisor skyrkokteil og þaðan heldur leiðangurinn áfram inn í nóttina að leita norðurljósa. 
 
Stærsti miðill sinnar tegundar í heiminum

TripAdvisor er löngu orðið stærsta vefmiðill sinnar tegundar í heiminum. Í áraraðir hefur síðan verið stærsti ferðamiðill í heimi með meira en fimm hundruð milljón ráðlegginga og dóma um áfangastaði og um fjögurhundruð milljón einstakar heimsóknir í hverjum mánuði. 

„Ísland er orðið eitt af aðaláfangastöðum forvitinna og nýungagjarnra ferðamanna hvaðanæva að úr heiminum. Við erum ánægð að geta unnið með Reykjavik Excursions – Kynnisferðum og með samstarfi þessu aðstoðað ferðamenn við að gera draumaferð sína til Íslands að veruleika,“ segir Nicole Brown, forstöðumaður samstarfsverkefna og vörumerkja hjá TripAdvisor.

Heiður fyrir Kynnisferðir

,,Það er mikill heiður fyrir Reykjavik Excursions – Kynnisferðir að fá að vinna með TripAdvisor að sameiginlegu kynningarátaki um Ísland og að skipulagningu á sérstakri dagsferð,“ segir Kristján Daníelsson forstjóri Reykjavik Excursions - Kynnisferða. ,,Verkefnið hefur verið í undirbúningi í næstum því eitt ár og starfsfólk TripAdvisor hefur lagt mikinn metnað í þetta rétt eins og við“, segir Kristján enn fremur.
 
Reykjavik Excursions var stofnað árið 1968 og er eitt elsta og virtasta ferðaþjónustufyrirtækið á Íslandi. Fyrirtækið hefur meðal annars starfrækt Flugrútuna, sem keyrir milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í tengslum við öll flug, síðan 1979. Þar fyrir utan býður fyrirtækið upp á fjölda dagsferða, starfrækir Iceland On Your Own, eitt stærsta hálendisleiðakerfi landsins, Reykjavík City Sightseeing Hop On – Hop Off skoðunarferðir og bílaleiguna Enterprise Rent-A-C