*

Tíska og hönnun 12. september 2013

Tryllingur í Texas

Demant franska rókókótímabilsins er að finna í Texas. Án gríns.

Hús, sem er nákvæm eftirlíking Amalienburgar, 18. aldar kastalans sem hefur verið nefndur demantur franska rókókóstílsins, er að finna í Texas.

Húsið var byggt árið 2003 og er alveg eins og kastalinn í Þýskalandi. Fínustu efni voru notuð við byggingu hússins eins og marmari, granít og innfluttur viður.

Lofthæðin er góð eins og í öllum virðulegum köstulum og í einni stofunni er loftæðin átta metrar. Þar hangir kristalsljósakróna úr frönskum kastala. Gengið er úr aðalstofunni og inn í borðstofuna svo húsið er tilvalið fyrir stórar veislur.

„Kastalinn" í Texas er rúmlega 600 fermetrar og kostar 480 milljónir króna. Nánari upplýsingar má finna hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Heimili  • Texas