*

Tölvur & tækni 3. október 2015

Tugir milljarða í tölvuíþróttum

Atvinnumenn í tölvuíþróttum geta þénað vel á leikjunum, en tölvuleikjabransinn varð í fyrra stærri en tónlistarbransinn.

Jóhannes Stefánsson

Vinsældir tölvuíþrótta (e. esports) hafa aukist gríðarlega seinasta áratuginn. Tölur um verðlaunafé fyrir sigur á tölvuleikjamótum frá greiningarfyrirtækinu Newzoo bera þess glöggt vitni, en árið 2005 er talið að allt verðlaunafé í tölvuíþróttum hafi numið 3,6 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði um 462 milljóna króna á gengi dagsins í dag. Í ár er hins vegar áætlað að verðlaunafé muni nema 71 millj­ón dala, eða sem nemur meira en 9,1 milljarði króna.

Það er þó einungis hluti af tekjum tölvuíþrótta, því ef framlög frá áhorfendum, auglýsingatekjur, styrkir og aðrar tekjur eru lagðar saman við verðlaunafé munu heildartekjur geirans á þessu ári nema 252 milljónum bandaríkjadala, eða sem jafngildir meira en 32,3 milljörðum íslenskra króna. Raunar er tölvuleikjabransinn í heild nú orðinn stærri en tónlistarbransinn hvað veltu snertir.

Streymisíður varða veginn

Keppnir í tölvuíþróttum eru ekki nýjar af nálinni. Talið er að fyrsta tölvuleikjamótið hafi verið haldið 19. október 1972, þegar hópur nemenda við Stanford háskóla keppti í Spacewar! Verðlaunin voru eins árs áskrift af tímaritinu Rolling Stone.

Nánar er fjallað um málið í sérblaði um tækni sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.