
Það er augljóst að mikil eftirvænting hefur ríkt eftir nýjasta Grand Theft Auto leiknum sem kemur formlega út á morgun. Forsala hófst klukkan tíu í kvöld í Gamestöðinni í Kringlunni og voru tugir ungmenna samankomnir þar.
Í tilkynningu sem Skífan sendi í dag kom fram að yfir 1000 forpantanir höfðu verið gerðar áður en forsalan hófst.
Grand Theft Auto 5 er dýrasti leikur allra tíma og slær að auki út kostnað flestra Hollywood-kvikmynda sögunnar. Leikurinn kostaði um 265 milljón dollara eða 32 milljarða íslenskra króna.