*

Hitt og þetta 17. september 2013

Tuttugu bestu veitingastaðir í Bandaríkjunum

Nýr listi er kominn út yfir góða veitingastaði. Nú er áherslan öll á matinn, allt annað er bónus.

Listi yfir 20 bestu veitingastaði í Bandaríkjunum er kominn út. Oftast eru slíkir listar settir saman þannig að upplýsingar frá viðskiptavinum og fjölmiðlum eru teknar saman.

En þessi nýi listi er öðruvísi. Samir Arora er fyrrverandi starfsmaður Apple og hann hefur gefið út leiðarvísinn: „Foodie Top 100 Restaurants Worldwide.“ Veitingastaðirnir á listanum eru valdir af nokkrum virtum matargagnrýnendum. Stuff.co.nz segir frá málinu á vefsíðu sinni

Maturinn er í fyrirrúmi þegar veitingastaðir fá einkunn en minni áhersla er lögð á innanstokksmuni og þjónustu. 

Franskir og japanskir veitingastaðir skora hátt á þessum nýja lista yfir 100 bestu veitingstaði í heimi en hér koma 20 bestu veitingastaðirnir í Bandaríkjunum samkvæmt lista Samir Arora:

 1. Alinea, Chicago
 2. Benu, San Francisco
 3. Blanca, Brooklyn
 4. Blue Hill at Stone Barns, Pocantico Hills, New York
 5. Brushstroke, New York
 6. Chef's Table at Brooklyn Fare, Brooklyn
 7. Chez Panisse, Berkeley, California
 8. Daniel, New York
 9. Degustation, New York
 10. Jean-Georges, New York
 11. Kurumazushi, New York
 12. L2O, Chicago
 13. Le Bernardin, New York
 14. Marea, New York
 15. Masa, New York
 16. Momofuku Ko, New York
 17. Per Se, New York
 18. Soto, New York
 19. The French Laundry, Yountville, California
 20. The Restaurant at Meadowood, St. Helena, California
Stikkorð: Veitingastaðir  • Matur  • Gaman