*

Menning & listir 25. ágúst 2016

Tvær sýningar í Hafnarborg um helgina

Leir og framleiðsla í aðalhlutverki í Hafnarborg.

Eydís Eyland

Hafnarborg mun opna tvær nýjar sýningar á föstudaginn næstkomandi klukkan 20:00. Tilraun - leir og fleira sem er í höndum margra listamanna og 3 til 5 sekúndur - Hröð, handgerð framleiðsla sem Jenny Nordgren Iðnhönnuður stendur fyrir. 

Sýningin Tilraun - leir og fleira er samtal sjónlista við leir þar sem vísað er í ólíka heima iðnaðar, lista, nytjalista og hönnunar. Þátttakendur sýningarinnar koma úr ólíkum starfstéttum sjónlista. Þeir nota allir leir í verkum sínum en voru gefin mismunandi orð til að vinna verkin útfrá. Útkoman eru annarsvegar fullgerð verk á meðan önnur sýna rannsókn eða vinnuaðferð. Sýningin stendur yfir til 23. október 2016.

Sýningin 3 til 5 sekúndur - Hröð, handgerð framleiðsla er verkefni Jenny Nordberg (f. 1978) sem er iðnhönnuður frá Svíþjóð sem vinnur þverfaglega á mörkum myndlistar og hönnunnar. Í rannsóknum sínum veltir hún fyrir sér framleiðslu og neyslu fólks og er drifin áfram af leit að öðrum leiðum eða aðgerðum gegn óábyrgri fjöldaframleiðslu. Sýningin hennar nefnist 3 til 5 sekúndur er eins og mörg önnur verkefni Nordberg, brot af umfangsmeira verkefni um hvernig framleiðslu og neyslu er háttað í dag, hvernig var farið að í fortíðinni og hvernig megi fara öðruvísi að í framtíðinni. Í þessu verkefni skoðar hún hvernig ólíkir þættir hins handgerða og þess fjöldaframleidda geta haldist í hendur. Aðal áherslan er á hvernig megi sameina sérstöðu handgerðra hluta og hraða fjöldaframleiðslunnar. Sýningin stendur yfir til 2. október 2016.

Stikkorð: Hafnarborg  • Jenny Nordberg