*

Bílar 16. mars 2018

Tveggja dyra Range Rover

Land Rover svipti hulunni af nýjum og flottum tveggja dyra Range Rover SV Coupe á bílasýningunni í Genf.

Land Rover svipti hulunni af nýjum og flottum tveggja dyra Range Rover SV Coupe á bílasýningunni í Genf. Þessi nýi jeppi frá beska lúxusbílaframleiðandanum verður einungis framleiddur í takmörkuðu upplagi. 

Þessi nýi jeppi hefur mjög sterka tilvísun til fyrsta Range Rover jeppans sem einnig var tveggja dyra og kynntur var fyrir um hálfri öld. Það má segja að það hafi verið fyrsti lúxusjeppinn á markaðnum. Hann fékk heitið Range Rover og var í senn alvöru jeppi til erfiðisnota á sama tíma og hann var einstaklega þægilegur, vel búinn og með mjög skemmtilega aksturseiginleika.

Range Rover SV Coupe er tilþrifamikil viðbót við aðrar gerðir Range Rover, en nýi bíllinn er jafnframt sá eini á markaðnum í sínum stærðarflokki sem er tveggja dyra coupe. Hann er sérlega vel búinn að hætti Range Rover þar sem fallegt handbragðið blasir hvarvetna við, ekki síst í farþegarýminu. Jeppinn er mjög aflmikill með 5 lítra V8 vél undir húddinu sem skilar 558 hestöflum. Hámarkstogið er alls 700 Nm. Range Rover SV Coupe fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 5 sekúndum sem er asni gott fyrir jeppa.