*

Tölvur & tækni 22. mars 2015

Tveir frekar en einn S6

Nýir snjallsímar eiga að koma Samsung aftur á beinu brautina með meiri áherslu á hönnun og vandaðri smíð en áður.

Andrés Magnússon

Markaðssókn Samsung á snjallsímamarkaði undanfarin ár hefur verið göldrum líkust, en kóreski framleiðandinn stakk aðra Android-símframleið- endur einfaldlega af. Í raun má segja að aðeins Apple hafi veitt Samsung nokkra samkeppni og gerir Apple þó út á allt önnur mið. Á undanförnum misserum hefur Samsung hins vegar talsvert fatast flugið og reksturinn alls ekki gengið nógu vel. Símarnir hafa áfram verið framleiddir í gríðarlegu magni, en þeir hafa ekki selst nándarinnar jafnvel og áður.

Samsung hyggst snúa þeirri þróun við með nýju Galaxy S6 símunum, sem fyrirtækið kynnti með mikilli flugeldasýningu á hinni árlegu farsímakaupstefnu MWC í Barcelona á dögunum.

Þar kveður að mörgu leyti við nýjan tón, mikil áhersla er lögð á góða iðnhönnun, merkilegri efnivið og vandaðri smíð en áður, en Samsungsímarnir hafa löngum haft orð á sér fyrir að vera frekar plastlegir. Nú er hins vegar notaður málmur og gler, þannig að símarnir eru eins og óskilgetið afkvæmi Galaxy S5 og iPhone 4. Ekki leiðu að líkjast.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.