*

Bílar 4. maí 2017

Tveir nýir frá Kia

Nýjar kynslóðir af Kia Rio og Kia Picanto verða frumsýndar hér á landi á laugardag.

Nýjar kynslóðir af Kia Rio og Kia Picanto verða frumsýndar hér á landi á laugardag. Kia Rio er vinsælasti bíll sem Kia hefur framleitt frá upphafi. Picanto er minnsti bíll suður-kóreska bílaframleiðandans.

Ný kynslóð bílsins er mikið breytt frá forveranum bæði hvað varðar útlit og búnað. Nýi bíllinn er vel búinn snjöllum tækninýjungum. Meðal staðalbúnaðar í bílnum má nefna Bluetooth, bakkmyndavél og bakkskynjara, hita í stýri og sætum og 5 tommu litaskjá í mælaborði. Nýr Kia Rio er einn sparneytnasti bíll í heimi og eyðir aðeins frá 3,8 lítrum á hundraðið. Bíllinn er í boði með hinu nýja og háþróaða akstursstoðkerfi Kia Drive Wise sem gerir aksturinn öruggari og ánægjulegri. Þá er bíllinn í boði með akreinavara og sjálfvirkri neyðarhemlun ásamt ýmsum öðrum búnaði.

Ný kynslóð Kia Picanto er ríkulega búin staðalbúnaði með sportlegri ásýndum en forverinn. Hann er rúmbetri að innan en áður og státar af stærsta skotti í sínum stærðarflokki eða 250 lítrum. Meðal staðalbúnaðar má nefna Bluetooth, hita í stýri og sætum, álfelgum og loftkælingu. Eyðslan í Picanto er frá 4,2 lítrum á hundraðið. Frumsýningin á nýjum Rio og Picanto er hjá bílaumboðinu Öskju á laugardaginn kl. 11-17 og nýju bílarnir verða einnig sýndir hjá umboðsmönnum um allt land þann daginn.

Stikkorð: Kia  • Kia Rio  • frumsýndir