*

Tölvur & tækni 20. janúar 2014

Tveir nýir iPhone-símar líklega væntanlegir í haust

Tímaritið Forbes segir líklegt að næstu iPhone-símarnir úr smiðju Apple verði ekki jafn stórir.

Líklegt þykir að bandaríska tæknifyrirtækið Apple endurtaki leikinn frá í fyrrahaust á ný á þessu ári og setji tvö nýja síma á markað. Í fyrra var ódýrari og litríkari gerð sett á markað samhliða þeim dýrari. Í haust er hins vegar gert ráð fyrir að símarnir verði misstórir.

Bandaríska tímaritið Forbes segir um málið á vef sínum líklegt að annar síminn verði með 4,7 tommu skjá. Það er aðeins minna en iPhone 5s, sem er með tæpar 4,9 tommur að stærð. Þá þykir líklegt að hinn síminn verði með 5,5 tommu skjá. Það er örlítið stærri sími en Samsung Galaxy 4. Þetta skref þykir benda til þess að Apple sér að herða róðurinn í samkeppninni við Samsung.

Þá segir Forbes að síminn muni líklega heita iPhone 6, sem er rökrétt framhald af iPhone 4, 5s og 5c. Hann verði léttari og hugsanlega þynnri en núverandi símar og verði úr sérstakri álblöndu sem muni létta þá. 

Stikkorð: Apple  • iPhone  • iPhone 5s