*

Bílar 27. janúar 2016

Tveir nýir lúxusjeppar frá Mercedes-Benz

Hin nýja GLE-lína Mercedes-Benz er einkar glæsileg, en hún verður frumsýnd nú á dögunum.

Tveir lúxusjeppar í hinni nýju GLE línu Mercedes-Benz verða frumsýndir í Bílaumboðinu Öskju laugardaginn 30. janúar kl. 12-16. Um er að ræða hina nýju GLE og GLE Coupé en samkævmt nýju nafnakerfi Mercedes-Benz taka þeir við af ML sem var söluhæsti jeppi Mercedes-Benz.

GLE er talsvert öðruvísi í útliti. GLE er sterklegur ásýndum og með aðlaðandi formlínum. Innanrýmið er vandað og vel búið tækni og lúxus eins og þýski lúxusbílaframleiðandinn er þekktur fyrir. Þar er ekkert til sparað til að gera innréttinguna sem vandaðasta til að ökumaður og farþegar geti látið fara sem best um sig. 

GLE verður með öflugum og sparneytnum vélum. m.a. 204 hestafla dísilvél í GLE 250d og GLE 250d og einnig er í boði 258 hestafla, V6 dísilvél í GLE 350d. GLE Coupé er sportlegri ásýndum. Þaklínan hallar að aftanverðu sem gefur honum sporlegt coupé útlit.

GLE Coupé er í boði sem 350d og þá með aflmikilli 260 hestafla díselvél. GLE kemur einnig í Plug-In Hybrid útfærslu í vor en þetta er í fyrsta skipti sem Mercedes-Benz frameliðir jeppa með tengiltvinnaflrás.

Aflrásin í GLE 500 e Plug-IN Hybrid skilar 449 hestöflum og hámarkstog er 650 Nm sem tryggir mikla afkastagetu. CO2 losunin er hins vegar einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri aðeins 3,3 lítrar á hundraðið. Akstursdrægi tvinnbílsins er allt að 30 km einungis á raforkunni.

Bæði GLE og GLE Coupé bjóða upp á DYNAMIC SELECT kerfið, með fimm akstursstillingum sem gerir aksturinn enn meira spennandi og skemmtilegan. Þá eru GLE og GLE Coupé sportjepparnir búnir hinni nýju og fullkomnu 9G-TRONIC sjálfskiptingu sem og hinu háþróaða 4MATIC fjórhjóladrifi frá Mercedes-Benz. 

Stikkorð: Bílar  • Mercedes-Benz