*

Menning & listir 6. janúar 2015

Tveir risar uppboðsmarkaðarins

Allt lítur út fyrir að uppboð verði haldið á þessu ári þar sem samtímamyndlist verður seld fyrir einn milljarð Bandaríkjadollara á einu kvöldi.

Kári Finnsson

„Ég er sannfærður um að ég muni sjá listaverk seljast fyrir milljarð Bandaríkjadollara á minni lífstíð,“ sagði Francis Outred, yfirmaður samtímalistadeildar uppboðshússins Christie’s í mars í fyrra. Þá átti uppboðshúsið eftir að selja myndlist á uppboði tveimur mánuðum síðar fyrir tæpan hálfan milljarð Bandaríkjadollara á einu kvöldi en á þeim tíma var það söluhæsta listmunauppboð sögunnar.

Í nóvember í fyrra sló uppboðshúsið annað met, fyrir dýrasta verk sem selt hefur verið á uppboði á nafnvirði, þegar verkið „Þrjár stúdíur af Lucian Freud“ eftir breska listmálarann Francis Bacon seldist fyrir 142,4 milljónir Bandaríkjadollara. (Dýrasta verk sem selst hefur á uppboði að raunverði er „Portrett af Dr. Gachet“ eftir Vincent van Gogh sem seldist fyrir 147,42 milljónir Bandaríkjadollara árið 1990 á verðlagi þessa árs). Í nóvember á þessu ári seldi uppboðshúsið samtímalist fyrir tæpar 853 milljónir Bandaríkjadollara og sló met sem söluhæsta uppboð allra tíma.

Tveir turnar

Margt hefur gerst á markaðnum fyrir samtímalist á síðustu tíu árum en einn helsti aflvaki þessara breytinga hafa verið uppboðsrisarnir tveir, Sotheby’s og Christie’s. Ástæðan fyrir því er að mestu sú að uppboðshúsin tvö eru eins konar opinbert andlit listheimsins. Það er frá þeim sem fregnir af metupphæðum vegna listaverkasölu koma og það er vegna þeirra sem listmarkaðurinn hefur teygt út arma sína um allan heiminn. Þótt helsti keppinautur Christie’s á uppboðsmarkaði, Sotheby’s, hafi ekki náð jafn miklum hæðum í sölu á samtímalist upp á síðkastið hefur uppboðshúsið aukið við sölu sína á ári hverju síðustu ár. Það er annað stærsta uppboðshús í heiminum á eftir Christie’s á markaði þar sem heildarsala á heimsvísu nam 22,5 milljörðum evra á síðasta ári. Á fyrri helmingi þessa árs var heildarsala Christie’s upp á 2,7 milljarða Bandaríkjadollara en það gefur alla jafna ekki upp hagnaðartölur sínar.

Nánar er fjallað um málið í áramótatímariti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.


Stikkorð: Christie's  • Sotheby's  • Áramót