*

Menning & listir 16. maí 2013

TVG-Zimsen til samstarfs við Listahátíð

TVG-Zimsen mun annast alla flutninga á listaverkum fyrir Listahátíð sem hefst á morgun.

Listahátíð Reykjavíkur og TVG-Zimsen hafa undirritað samstarfsamning sín á milli. Samingurinn felur í sér að TVG-Zimsen verður stór stuðningsaðili Listahátíðar og mun annast alla flutninga á listaverkum fyrir hátíðina sem hefst á morgun 17. maí. Listahátíð Reykjavíkur var fyrst haldin árið 1970.

Í tilkynningu er haft eftir Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen, að sé sér mikil ánægja og heiður að taka þátt í verkefninu og styðja við bakið á Listahátíð. Fyrirtækið sérhæfir sig í flutningum á listaverkum og mun flytja marga verðmæta listmuni í tengslum við Listahátíð.

Í tilkynningunni er jafnframt haft eftir Hönnu Styrmisdóttur, listrænum stjórnanda Listahátíðar, að hún sé afar ánægð með að fá TVG-Zimsen til samstarfs við Listahátíð. Fyrirtækið sé leiðandi á sviði listaverkaflutninga og muni veita ómetanlega aðstoð í flutningum á listaverkum fyrir hátíðina. Listaverkaflutningar séu vandasamir enda oft gríðarleg verðmæti í húfi og mikilvægt að fyllsta öryggis sé gætt á öllum stigum flutningsferilsins.

Stikkorð: Listahátíð  • TVG-Zimsen