*

Bílar 14. október 2012

Á tvo gamla eðalsportbíla

Einar Hörður Sigurðsson byggingameistari er mikill aðdáandi Porsche og hefur átt sex slíka sportbíla. Nú á hann tvo forláta Porsche-bíla.

Ég hef verið mikill aðdáandi þessara þýsku eðalsportbíla mjög lengi, allar götur síðan fyrsti Porsche-bíllinn kom til Íslands árið 1981. Það var Jón S. Halldórsson heitinn sem kynnti Porsche fyrir Íslendingum fyrstur manna. Ég eignaðist minn fyrsta Porsche árið 1986 og það var 924-bíllinn. 911-bílinn keypti ég árið 2000 og hef átt hann síðan. Hann er alger gullmoli. 356-bíllinn er enn merkilegri því hann er svo sjaldgæfur í dag og auk þess handsmíðaður. Þetta er eini 356-bíllinn á Íslandi og jafnframt elsti Porsche bíll landsins. Þessi eðalbíll stendur sig ótrúlega vel þótt hann sé orðinn 50 ára.

Hann hefur enn mjög góða aksturseiginleika. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hversu ánægð- ur maður er að keyra hann. Ég keypti hann í Bandaríkjunum það herrans ár 2007 þegar kaupmátturinn var slíkur að við gátum keypt okkur hluti á svipuðu verði og útlendingar,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.