*

Sport & peningar 5. október 2010

Tvö ný tilboð í knattspyrnufélagið Liverpool

Liverpool hefur staðfest að tvö ný tilboð hafi borist í félagið. Þau myndu bæði hreinsa bróðurpart skulda félagins.

Stjórn þess skiptist í tvö horn í afstöðu sinni til tilboðanna að því er fram kemur á vef BBC.

Samkvæmt heimildamanni fréttastofunnar myndu bæði tilboðin minnka skuldir félagsins verulega auk þess að bandarísku eigendurnir tveir, Hisck og Gillet, myndu fá fjárfestingu sína til baka.

Samkvæmt heimildarmanninum koma tilboðin annars vegar frá Asíu og hins frá Bandaríkjunum. Bandaríska tilboðið kemur að sögn frá eiganda Boston Red Sox, John Henry.

Stikkorð: Liverpool