*

Veiði 15. desember 2014

Tvö veiðiblöð fyrir jól

Þótt enn séu fjórir mánuðir í að stangveiðitímabilið hefjist geta veiðimenn yljað sér við lestur um veiði yfir hátíðirnar.

Tvö veiðiblöð munu koma út í desember.

Annars vegar mun Veiðimaðurinn, fagtímarit Stangaveiðifélags Reykjavíkur, koma út í mánuðinum. Í því verður meðal annars viðtal við Sigurð Pálsson, fluguhnýtara og veiðimann, og veiðin síðasta sumar verður gerð upp.

Hins vegar mun Sportveiðiblaðið koma út fyrir jól. Í blaðinu verður meðal annars viðtal við Össur Skarphéðinsson og Árna Baldursson.

Þó að enn séu tæpir fjórir mánuðir í að stangveiðitímabilið hefjist, með opnun vatna og sjóbirtingsáa 1. apríl, geta veiðimenn yljað sér við lestur um veiði yfir hátíðarnar.