*

Ferðalög & útivist 31. maí 2013

Tvöfalt fleiri fellibyljir í Karabíska hafinu í sumar

Vegna óhagstæðra hafskilyrða má búast við vonskuveðri á fellibyljatímabilinu sem hefst á morgun.

Fellibyljatímabilið hefst formlega á morgun. Búist er við óvenjulega stormasamri tíð í Karabíska hafinu vegna þess að hafið er heitara en vanalega. Og hlýrra haf þýðir verri fellibylir. Þetta kemur fram hjá NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration Bandaríkjanna). Aðrar veðurathugunarstofnanir vara einnig við veðurfarinu á svæðinu á tímabilinu.

Fellibyljatímabilið nær frá júní og fram í nóvember. Samkvæmt NOAA munu fellibyljir á tímabilinu verða tvöfalt fleiri.

Þrátt fyrir viðvaranir þá eru líkur á því að lenda í fellibyl á svæðinu litlar. NOAA hefur reiknað út að mestu líkurnar á því að lenda í fellibyl er í september á einhverri eyju sem lendir tölfræðilega oft í fellibyljum. En þá eru líkurnar samt bara einn á móti fimmtíu. Og ef ferðast er í júní og farið á eyju sem fellibyljir fara sjaldan yfir þá eru líkurnar mjög litlar.

Á fellibyljatímabilinu eru verðin líka lægri svo margir ferðamenn taka bara sénsinn. The Telegraph segir frá á fréttasíðu sinni í dag. 

Stikkorð: Fellibylur  • Karabískahafið