*

Hitt og þetta 8. nóvember 2005

Tvöföldun í netverslun á Norðurlöndunum

Samkvæmt tölum frá greiðslukortafyrirtækinu VISA jókst netverslun á Norðurlöndunum um 96% á tímabilinu 1. júlí 2004 ? 1. júlí 2005. Hliðstæðar tölur eru ekki til fyrir Ísland eitt og sér, en ljóst er að mikil aukning hefur orðið í netverslun meðal Íslendinga á síðustu mánuðum samkvæmt VISA Ísland.

Netverslun á Norðurlöndunum er lítil í alþjóðlegum samanburði og nemur aðeins um 1% af heildarveltu netverslunar í heiminum. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu.