*

Tölvur & tækni 29. júlí 2012

Twitter hugsanlega 10 milljarða dala virði

Apple átti fyrir nokkrum mánuðum í viðræðum um kaup á hlut í Twitter, en þær viðræður eru ekki í gangi í augnablikinu.

Fulltrúar Apple áttu um nokkura mánaða skeið í viðræðum við eigendur Twitter um hugsanleg kaup tölvurisans á hlut í samskiptavefnum vinsæla. Í frétt Bloomberg segir að eins og stendur séu engar viðræður í gangi og að það sé alls ekki víst að þær muni halda áfram í framtíðinni.

Segir í fréttinni að ef til kaupanna komi sé líklegt að miðað verði við að markaðsvirði Twitter sé yfir tíu milljarðar dollara. Twitter, sem er öllu smærra fyrirtæki en Facebook og Google, en býst þó við því að tekjur fyrirtækisins verði orðnar yfir einum milljarði dala árið 2014, en tekjurnar í ár verða um 540 milljónir ef áætlanir ganga eftir.

Stikkorð: Apple  • Twitter