*

Sport & peningar 21. janúar 2015

Úða í sig kjúklingavængjum yfir Super Bowl

Talið er að Bandaríkjamenn drekki 50 milljónir kassa af bjór yfir Super Bowl-leiknum.

Hin ýmsu hagsmunasamtök matar- og drykkjarvöruframleiðenda keppast venjulega við að senda út áætlaða neyslu á viðkomandi matvælum í tengslum við Super Bowl-leikinn í NFL deildinni í Bandaríkjunum.

Þannig segja samtök kjúklingaframleiðenda að yfir leiknum borði Bandaríkjamenn 1,23 milljarða kjúklingavængja og þá segir í frétt Wall Street Journal að fjórar milljónir pitsa hafi verið seldar á veitingastöðum daginn sem leikurinn var haldinn árið 2012. Þá er talið að Bandaríkjamenn drekki 50 milljónir kassa af bjór yfir leiknum.

Það skýrir e.t.v. af hverju um sjö milljónir Bandaríkjamanna hringi sig inn veika mánudaginn eftir leikinn.

Stikkorð: Super Bowl