*

Bílar 6. apríl 2018

Um 11 milljónir tvinnbíla selst

Tvinntæknin hefur reynst vel frá því að Toyota kynnti hana fyrir rúmum 20 árum.

Tvinntæknin hefur reynst vel frá því Toyota kynnti hana fyrir rúmum 20 árum og um 11 milljónir tvinnbíla hafa selst. Toyota býður til stórsýningar á tvinnbílum hjá viðurkenndum söluaðilum á morgun, laugardag frá klukkan 12 – 16.

 Á sýningunni á morgun má sjá alla tvinnbílalínuna frá Toyota, Yaris, Auris, RAV4 og C-HR. Einnig verður nýr Prius Plug-in Hybrid frumsýndur en hann sameinar kosti rafmagnsbíls og venjulegs bensínbíls.  Prius Plug-in má keyra um 50 km á rafmagni og þannig er auðvelt að ná öllum akstri innanbæjar á rafmagni eingöngu. Bensínvélin tekur síðan við þegar farið er lengra.

Þá verður Mirai, vetnisbíllinn frá Toyota forsýndur en fyrsta vetnisstöðin verður opnuð í byrjun sumars og þá geta Íslendingar nýtt sér innlenda orku á umhverfisvænan hátt. Vetni er búið til með rafmagni og dælt á bílinn sem nýtir það til að búa til rafmagn sem knýr bílinn. Eini útblásturinn frá Mirai er síðan hreint vatn. Aðeins tekur 4 mínútur að fylla tankinn á Mirai og drægið er allt að 500 km. Viðurkenndir söluaðilar Toyota eru á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og Kauptúni.