
Tvinntæknin hefur reynst vel frá því Toyota kynnti hana fyrir rúmum 20 árum og um 11 milljónir tvinnbíla hafa selst. Toyota býður til stórsýningar á tvinnbílum hjá viðurkenndum söluaðilum á morgun, laugardag frá klukkan 12 – 16.
Þá verður Mirai, vetnisbíllinn frá Toyota forsýndur en fyrsta vetnisstöðin verður opnuð í byrjun sumars og þá geta Íslendingar nýtt sér innlenda orku á umhverfisvænan hátt. Vetni er búið til með rafmagni og dælt á bílinn sem nýtir það til að búa til rafmagn sem knýr bílinn. Eini útblásturinn frá Mirai er síðan hreint vatn. Aðeins tekur 4 mínútur að fylla tankinn á Mirai og drægið er allt að 500 km. Viðurkenndir söluaðilar Toyota eru á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og Kauptúni.