*

Tölvur & tækni 13. apríl 2015

Um 957 þúsund manns keyptu Apple Watch í forsölu

Talið er að um 957.000 manns hafi keypt hið heimsfræga Apple Watch í forsölu síðastliðinn föstudag.

Hægt var að fyrirfram panta snjallúr Apple svokallað Apple Watch síðastliðinn föstudag. Þær einingar sem voru tilbúnar til afhendingar útgáfudaginn 24.apríl voru fljótar að seljast upp. Þetta kemur fram í frétt Forbes.

Erfitt er að meta nákvæmlega hversu mörg úr voru seld en samkvæmt Slice Intelligence þá getur Apple ekki kvartað yfir sölunni. Þegar horft er til e-kvittanna (e. e-receipts) frá 9080 netkaupenda metur Slice að 957.000 manns hafi pantað úrið fyrir fram. Að meðaltali keyptu viðskiptavinirnir 1.3 úr og eyddu 503,83 dollurum.

Flestir keyptu ódýrustu gerðina sem kostar 349 dollara stykkið. Gögn Slice telja ekki með átta lönd sem einnig buðu upp á að kaupa snjallúrið fyrirfram. Löndin átta eru Kanada, Ástralía, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Japan, Kína og Hong Kong. Sala í þessum löndum geta verið mjög frábrugðin Bandaríkjunum sérstaklega í Kína þar sem eftirspurn eftir vörum Apple fer sívaxandi.

Til samanburðar þá seldi Apple 270.000 stykki af Iphone á fyrstu 30 klukkustundunum eftir hann fór í sölu og 300.000 eintök af Ipad á fyrsta degi sem hann fór í sölu. Vert er að minnast á að Apple fer nú öðruvísi að með forsölu á snjallúrinu heldur en það hefur gert með vörur sínar hingað til. Í stað þess að láta viðskiptavini sína bíða marga daga í röðum til þess að kaupa vöruna á útgáfudegi geta viðskiptavinirnir nú pantað úrið fyrirfram á heimasíðu fyrirtækisins.

Einnig var hægt að panta nýju gullhúðu Macbook Air fyrirfram en Slice metur það svo að Apple hafi selt um 48.000 stykki af þeim. Til gamans má geta að 43% af neytendum sem keyptu nýja Macbook keyptu einnig snjallúrið, Apple Watch. 

Stikkorð: Apple  • Apple Watch  • Macbook Air