*

Menning & listir 15. september 2013

Um helmingur ríkisframlags til Óperunnar fer í húsaleigu

Stefán Baldursson óperustjóri segir flutning Óperunnar í Hörpu kalla á nýjar lausnir. Tekist hafi að setja upp flotta sýningar.

Bjarni Ólafsson

Ekki var gert ráð fyrir því upphaflega að hafa starfsemi Íslensku óperunnar í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Það gerðist eftir að ríki og borg tóku bygginguna yfir en þá fóru menn að hugsa um það hvernig hagkvæmast yrði að reka húsið. Flutningurinn breytti miklu fyrir Óperuna, að sögn Stefáns Baldurssonar óperustjóra.

„Ýmislegt við hönnunina hentaði illa fyrir óperusýningar þar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir leikhús­ og sviðstæknibúnaði. En við ákváð­ um að láta á þetta reyna. Úrslitum réði að Eldborgarsalurinn var stór og glæsilegur og með hljómsveit­argryfju og – eins og komið hefur í ljós – frábæran hljómburð. Með útsjónarsemi leikmynda­ höfunda, leikstjóra og ljósahönn­uða hefur verið að hægt að yf­irvinna annmarka sviðsins og setja hér upp mjög flottar óperusýning­ar. Hver sviðsetning hefur kallað á nýjar lausnir og fært okkur nýja reynslu. Leikmynd og ljósanotkun í síðustu sýningunni, Il trovatore, var til dæmis sambærileg við það sem best gerist í erlendum óperu­ húsum, frábær útkoma,“ segir hann.

Framlögin fara í húsaleigu

Stefán bendir hins vegar á að flutningurinn í Hörpu hafi leitt til þess að uppsetning­arkostnaður við óperurnar varð dýrari. „Rýmið kallar í rauninni á stærri hljómsveitir og kóra en við komumst upp með í Gamla Bíó. Þá þurfa leikmyndirnar að vera stærri, þótt við séum alls ekki að kepp­ast við að fylla sviðið. „Stærsti kostnaðarliðurinn er húsaleigan, en hún nemur um 60 milljónum króna á ári. Hátt í helm­ingur 130 milljóna króna fram­lags ríkisins fer því í húsaleiguna,“ segir hann.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.