*

Menning & listir 26. febrúar 2013

Umfjöllun um Sónar Reykjavík metin á 43 milljónir króna

Sónar Reykjavík vakti mikla athygji í erlendum fjölmiðlum og hlaut góða dóma. Umfjöllunin er metin á 43 milljónir króna.

Sónar Reykjavík tónlistarhátíðin vakti mikla athygli í Evrópu. Aðstandendur hátíðarinnar eru himinlifandi með viðtökurnar og segja að umfjöllunin sé góð bæði fyrir tónlistarhúsið Hörpu og Reykjavík. 

Aðstandendur Sónar meta umfjöllunina um Sónar Reykjavík á 260.103 evrur eða rúmlega 43 milljónir króna. Umfjöllun um Sónar Reykjavík birtust meðal annars í spænska ríkissjónvarpinu og spænska ríkisútvarpinu og dagblaðinu El Mundo og önnur umfjöllun úr El Mundo hér.

Sónar er spænsk/alþjóðleg tónlistarhátíð en Sónar Reykjavík var haldin af íslenskum skipuleggjendum í samstarfi við Hörpu og Icelandair auk þess em hún var styrkt af Reykjavíkurborg, Kraumi tónlistarsjóði og fleirum.