*

Bílar 10. maí 2016

Umhverfismildur Passat

Volkswagen Passat GTE var kynntur til leiks um síðustu helgi en hann er tengitvinnbíll með 218 hestafla rafmagnsmótor.

Nýr Volkswagen Passat GTE var kynntur til leiks hér á landi um síðustu helgi en þessi tengiltvinnbíll er nýjasta viðbótin í Volkswagen fjölskyldunni. Hann er annar tengiltvinnbíllinn frá þýska bílaframleiðandanum en Golf GTE kom á markað á síðasta ári.

Passat GTE kemur með 1.4 TSI bensínvél með innbyggðum rafmótor sem samanlagt skilar 218 hestöflum. Bíllinn nær allt að 50 km vegalengd á rafmagninu einu saman og án nokkurs útblásturs. Meðaleyðsla er 1,6 lítar á hverja 100 kílómetra og hann er 7,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. 

Meðal staðalbúnaðar í Passat GTE er Alcantara sæti með rafmagnsstillanlegum bakstuðningi, lyklalaus ræsing, margmiðlunartæki með 6.5" litaskjá, 7 loftpúðar, nálgunarvarar að aftan og framan, bakkmyndavél, litað gler í afturrúðum, rafmagnsopnun á afturhlera og 17" Montpellier álfelgur.

Stikkorð: Volkswagen  • Bílar  • Passat