*

Matur og vín 1. desember 2017

Umhverfisvænn kostur fyrir kaffifólk

Sænski kaffiframleiðandinn Sjöstrand kemur til Íslands.

Í dag, þann 1. desember, verður kynnt til leiks nýtt kaffi concept á Íslandi - Sjöstrand. Segja má að þetta sé umhverfisvænn valkostur fyrir kaffidrykkjufólk.Kaffihylkin eru gerð úr plöntutrefjum og sterkju og brotna niður á um 180 dögum með lífrænum úrgangi. Sjöstrand er því umhverfisvænn valkostur þegar kemur að kaffihylkjum. Þetta er mikilvæg þróun - bæði þegar kemur að gæði kaffisins og umhverfisvernd fyrir komandi kynslóðir.

Sjöstrand er sænskt fjölskyldufyrirtæki stofnað í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Merkið hefur vaxið hratt og eru vörurnar nú seldar útum allan heim og hefur komist inní margar af flottustu hönnunarbúðum Svíþjóðar. Lykilorðin á bak við Sjöstrand eru ending, virkni og bragð. Vörurnar eru einfaldar í notkun - með einu einföldu handtaki færðu espresso, alveg eins og þú vilt hafa hann. Vörurnar frá Sjöstrand virka með Nespresso® kerfinu en vörurnar verða fáanlegar í Norr11 á Hverfisgötu 18a og á heimasíðunni Sjostrand.is.