*

Bílar 4. ágúst 2012

Umhverfisvænn lúxusbíll

Nýjasta kynslóðin af MercedesBenz E-Class kom fram á sjónarsviðið fyrir rúmum tveimur árum.

Metanbílar hafa rutt sér til rúms á Íslandi á undanförnum mánuðum enda er metan bæði talsvert ódýrara en dísil eða bensín og auk þess hreint, íslenskt eldsneyti. Metan CH4 er lofttegund sem m.a. myndast á urðunarstöðum sorps við niðurbrot á lífrænum úrgangi. Hérlendis er metangasi safnað saman á urð- unarstað höfuðborgarsvæðisins á Álfsnesi. Það sem helst hefur unnið gegn metanbílum er að enn eru aðeins þrjár metanstöðvar komnar í gagnið á Íslandi en stefnt er að fjölgun þeirra í nánustu framtíð.

Nýjasta kynslóðin af MercedesBenz E-Class kom fram á sjónarsviðið fyrir rúmum tveimur árum. Þetta er níunda kynslóðin af Elínunni og er klassískt framhald af lúxusbílahefð Mercedes-Benz. Bíllinn var endurhannaður og umtalsverðar umbætur voru gerðar á bílnum. E-Class er fagurlega hannaður að innan jafnt sem utan og mikið er lagt upp úr vönduðu efnisvali í innréttingunni.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: Mercedes Benz