*

Bílar 24. febrúar 2019

Umhverfisvitund allsráðandi hjá Opel

Samhliða kynningu Opel Grandland X nýlega var hugmyndafræðin við hönnun og framleiðslu Opel kynnt.

Róbert Róbertsson

Opel Grandland X er flaggskip Opel í flokki sportjepplinga en þar eru fyrir Opel Crossland X og Mokka X. Crossland X fékk góðar viðtökur hér á landi en hann var frumsýndur sl. vor. Mokka X er einn mest seldi bíllinn í Evrópu í þessum flokki sem fer ört stækkandi um allan heim.

,,Við erum afar stolt af X fjölskyldunni okkar. Með nýjustu viðbótinni Grandland X eru X fjölskyldumeðlimirnir nú orðnir þrír. Þetta byrjaði allt saman með Mokka X sem kom á markað árið 2012 og það er afar ánægjulegt að sjá hve vel hefur gengið með Mokka X sem og Crossland X. Sá nýjasti af þeim Grandland X hefur farið vel af stað í Evrópu. Það er mikil eftirspurn eftir þessum þremur bílum á evrópskum mörkuðum. Það eru um 900.00 pantanir í Mokka X, 125.000 pantanir í Crossland X og 85.000 pantanir í Grandland X sem er samt nýkominn á markað,“ segir Peter Küspert, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Opel.

Stærsti sportjeppinn frá Opel
Grandland X er stærstur af þessum þremur bílum og kemur hingað til landsins til að byrja með í tveimur útfærslum, Enjoy og Innovation. Báðar útfærslurnar eru ríkulega búnar en meira af staðalbúnaði er að finna í Innovation. Báðar útfærslurnar af Grandland X sem koma hingað til lands eru framhjóladrifnar með einstaklega sparneytnum, hljóðlátum, umhverfisvænum en um leið aflmiklum bensínvélum. 1,2 lítra Pure tech bensínvélin sem er í Grandland X var valin vél ársins 2018. Vélin er með forþjöppu. Hún skilar 130 hestöflum og hámarkstogið er 230 Nm. Raunar er aflið furðu gott miðað við að aðeins er um að ræða 12 lítra vél. Eyðslan er aðeins frá 5,2 lítrum á hundraðið miðað við blandaðan akstur í tölum frá framleiðanda. CO2 losunin er frá 117 g/km sem verður að teljast býsna gott miðað við þetta stóran bíl.

Nýr Grandland X er laglega hannaður bæði að innan sem utan. Opel hefur lagt mikið í hönnun á innanrými bílsins og hefur tekist vel til. Grandland X er mjög rúmgóður að innan fyrir farþega bæði frammí og afturí. Þá er farangursrými bílsins rúmgott eða 514 lítrar. Með aftursætin felld niður stækkar plássið í 1.652 lítra. Sportjepplingurinn kemur í tvenns konar útfærslum; Enjoy og Innovation en sú síðarnefnda er með meiri búnaði.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Bílar, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.