*

Hitt og þetta 8. október 2004

Umsnúningur í rekstri Fujitsu Siemens

Hagtölur Fujitsu Siemens sýna í fyrsta sinn í fimm ára sögu fyrirtækisins veltuaukningu á fyrri hluta reikningsársins - frá apríl til september. Tölurnar eru fjöður í hatt nýja forstjórans Bernd Bischoff, segir danski Netmiðillinn ComOn. Fujitsu Siemens Computers er ungt fyrirtæki sem hefur engu að síður á skömmum tíma náð mikilli markaðshlutdeild á EMEA svæðinu. Veltuaukning fyrirtæksins nam á tímabilinu 15% eða 1,56 milljónum evra. Forstjórann þorir þó ekki að lofa nema 10% vexti á öllu árinu.

Hagnaður fyrirtækisins óx um 60% og var 18 milljónir evra á þessu hálfa ári. Fram kemur í fréttinni að rekja megi viðsnúninginn til mikillar söluaukningar í fartölvum og netþjónum.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Tæknivals.