*

Hitt og þetta 18. október 2013

Undarlegar spurningar fyrir vegabréfsáritun

Lýsingar á yfirvaraskeggi og svefnvenjur eru á meðal spurninga sem fólk hefur þurft að svara til að fá vegabréfsáritun.

Þegar fólk sækir um vegabréfsáritun eru það ekki bara hefðbundnar spurningar sem það þarf að svara. Stundum er spurt um mjög persónuleg mál og jafnvel mjög undarleg mál.

Könnun var gerð fyrir vefsíðuna IXPVisas.com þar sem 1452 ferðamenn voru spurðir um undarlegustu spurninguna sem þeir höfðu fengið fyrir vegabréfsáritun. Skoðum nokkrar sem þóttu mjög undarlegar:

Lýstu skegginu þínu. – Vegabréfsáritun til Mexíkó.

Hefurðu komið á bóndabæ síðustu sex vikurnar? Vegabréfsáritun til Ástralíu.

Hversu margar eiginkonur verða með í för? Vegabréfsáritun til Mið-Austurlanda.

Á hvaða hlið í rúminu sefur kona þín? Vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.

Á vegabréfsáritun til Indlands var ekki möguleiki að skrifa „trúlaus” þegar spurt var um trú. Það var reyndar hægt að skrifa „trúlaus” í reitinn „other”.

Á friðar- eða stríðstímum hefurðu einhvern tímann tekið þátt í stríðsglæpum, glæpum gegn mannkyni eða þjóðarmorði? Vegabréfsáritun til Bretlands.

Til að skoða fleiri undarlegar spurningar þá fjallar The Telegraph um málið hér

Stikkorð: Rugl  • Vegabréfsáritun