*

Hitt og þetta 27. júní 2014

Ungfrú Delaware svipt krúnunni

Amanda Longacre var of gömul til að verða krýnd ungfrú Delaware og missir því krúnuna.

Ungrú Delaware 2014 hefur verið svipt titli sínum og möguleikum á að keppa um titilinn Ungfrú Ameríka. Ástæðan er sú að hún var of gömul til að hljóta titilinn. 

Ungfrúin, Amanda Longacre, var krýnd þann 14. Júní og inan við tveimur vikum seinna var hún upplýst um að hún myndi ekki halda titlinum. Amanda verður 25 ára fyrir árslok og það er of gamalt, því keppendur þurfa að vera á aldrinum 17 til 24 ára. 

Amanda segist ekki hafa vitað af því þegar hún skráði sig í keppnina að hún væri of gömul fyrir þátttöku. 

Sjónvarpsstöðin Fox News greindi frá. 

Stikkorð: Ungfrú Delaware