*

Sport & peningar 14. maí 2015

United tapaði 600 milljónum

Hlutabréfaverð Manchester United hækkaði um 1,16%.

Knattspyrnuliðið Manchester United tapaði 2,9 milljónum breskra punda, eða sem nemur 600 milljónum íslenskra króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist liðið um 11 milljónir breskra punda eða rúma 2 milljarða króna. Þessu greinir BBC frá. 

Skuldir félagsins jókust þá um 12,4% á fyrsta ársfjórðungi og nema nú tæpum 400 milljónum breskra punda. Þrátt fyrir það hefur félagið aukið tekjuspá sína fyrir árið í 103-110 milljónir breskra punda fyrir júní mánuð, í samanburði við spár um 90-95 milljónir breskra punda. Hlutabréfaverð Manchester United hækkaði um 1,16% eftir að tilkynnt var um það. 

Talið er að rekja megi tapið til þess að smásala dróst saman um 9,5%, sjónvarpstekjur drógust saman um 39% og tekjur af leikum drógust saman um 31,3%. 

Manchester United er í fjórða sæti í ensku deildinni, sextán stigum á eftir Chelsea, sem er í fyrsta sæti. 

Stikkorð: Manchester United  • chelsea